Hvað er langt í næsta mót?

Gatorademótið 2026 verður 7. - 9. ágúst

:
:
:
Days
Hours
Minutes
Seconds

Mótið er byrjað!

Gatorade mót 2026


Gatorade mótið er mót fyrir yngra ár fjórða flokks karla og bæði ár fjórða flokks kvenna sem haldið verður dagana 7. - 9. ágúst. Mótið er haldið á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum, gisting, skemmtanir og matur verða í Grundaskóla. Þannig að allt mótið mun fara fram á um eins kílómeters radíus.


Spilaðir eru 5. leikir á lið. Spilaður er 1. leikur á föstudegi, 2. leikir á laugardegi og 2. leikir á sunnudegi.


Spilaður er 11. manna bolti.


Leiktími er 2*25 mínutur.


Frekari upplýsingar á [email protected] og á Facebook síðu mótsins.


Skráning opnar 10. janúar


Skráningarfrestur á mótið er 15. apríl 2026


Staðsetning

Gatorade mótið fer fram á svæði Jaðarsbakka ár hvert. Um er að ræða bæði útisvæði sem og Akraneshöllina.
Gistingin er hinum megin við götuna, í Grundaskóla. Þar er mötuneytið og ballið.
Sundlaugin á sama bletti sömuleiðis. Allt á einum stað.

Gatorade / Ölgerðin 

Gatorade / Ölgerðin er aðalstyrkataðili mótsins. 
Við hjá Knattspyrnufélagi Í.A. þökkum Ölgerðinni dyggan stuðning.