Hvað er langt í næsta mót?
Gatorademótið 2026 verður 7. - 9. ágúst
:
:
:
Days
Hours
Minutes
Seconds
Gatorade mót 2026
Gatorade mótið er mót fyrir yngra ár fjórða flokks karla og bæði ár fjórða flokks kvenna sem haldið verður dagana 7. - 9. ágúst. Mótið er haldið á æfingasvæði ÍA á Jaðarsbökkum, gisting, skemmtanir og matur verða í Grundaskóla. Þannig að allt mótið mun fara fram á um eins kílómeters radíus.
Spilaðir eru 5. leikir á lið. Spilaður er 1. leikur á föstudegi, 2. leikir á laugardegi og 2. leikir á sunnudegi.
Spilaður er 11. manna bolti.
Leiktími er 2*25 mínutur.
Frekari upplýsingar á [email protected] og á Facebook síðu mótsins.
Skráning opnar 10. janúar
Skráningarfrestur á mótið er 15. apríl 2026
Staðsetning
Gatorade mótið fer fram á svæði Jaðarsbakka ár hvert. Um er að ræða bæði útisvæði sem og Akraneshöllina.
Gistingin er hinum megin við götuna, í Grundaskóla. Þar er mötuneytið og ballið.
Gistingin er hinum megin við götuna, í Grundaskóla. Þar er mötuneytið og ballið.
Sundlaugin á sama bletti sömuleiðis. Allt á einum stað.
Gatorade / Ölgerðin
Gatorade / Ölgerðin er aðalstyrkataðili mótsins.
Við hjá Knattspyrnufélagi Í.A. þökkum Ölgerðinni dyggan stuðning.
